Viðskipti erlent

Buiter: Markaðir hafa spáð átta af síðustu þremur kreppum

Íslandsvinurinn Willem Buiter
Íslandsvinurinn Willem Buiter
Íslandsvinurinn Willem Buiter aðalhagfræðingur Citigroup og fyrrum meðlimur peningastefnunefndar Englandsbanka segir að hann líti á markaði eins og börn.

„Ég lít á markaðina eins og hávær börn," segir Buiter í samtali við breska blaðið Telegraph. „Þú þarft að veita þeim athygli en ættir ekki að taka þá of alvarlega. Markaðir hafa spáð fyrir um átta af síðustu þrem kreppum."

Í samtalinu við Telegraph segir Buiter að hann trúi því ekki að kreppan núna verði tvöföld (double-dip) það er að efnahagur heimsins fari aftur í djúpa niðursveiflu áður en hann nái sér að fullu úr núverandi kreppu.

Þetta álit Buiter er öndvert við álit margra alþjóðlegra markaðsaðila sem hafa áhyggjur af tvöfaldri kreppu og hafa spáð því að seinni niðursveiflan sé framundan. Þessar áhyggjur hafa svo aftur stuðlað að miklum óróa á mörkuðum undanfarnar vikur og mánuði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×