Viðskipti erlent

Apple notaði börn sem vinnuafl

Apple tölvufyrirtækið hefur viðurkennt að börn hafi verið notuð til vinnu í verksmiðjum sem annast samsetningu á Ipod og öðrum tækjum. Að minnsta kosti ellefu fimmtán ára börn unnu slík störf í þrem verksmiðjum á síðasta ári.

Frá þessu er sagt í ársskýrslu fyrirtækisins og jafnframt sagt að tekið hafi verið í taumana til þess að þetta gerist ekki aftur. Ekki er sagt hvar verkmiðjurnar eru en meirihluti af tækjum Apple eru sett saman í Kína.

Apple hefur oft verið gagnrýnt fyrir að nota verksmiðjur þar sem illa er farið með starfsfólkið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×