Viðskipti erlent

Verslunarkeðjan Wal-Mart er stærsta fyrirtæki heimsins

Bandaríska verslunarkeðjan Wal-Mart er orðin stærsta fyrirtæki heimsins. Hefur Wal-Mart því velt olíurisunum Exxon Mobil, Shell og BP af toppnum sem stærstu fyrirtækin.

Þetta kemur fram á nýjum lista Fortune 500 yfir stærstu fyrirtæki heimsins. Samkvæmt listanum nam veltan hjá Wal-Mart 408 milljörðum dollara á síðasta ári eða hinni stjarnfræðilegu upphæð 51.000 milljarðar kr. Á listanum yfir stærstu fyrirtæki árið á undan var Wal-Mart í þriðja sæti.

Í næstu sætum á eftir Wal-Mart eru olíufélögin Exxon Mobil og Shell en þau veltu tæplega 300 milljörðum sollara á síðasta ári.

Þegar stærð fyrirtækja er metin samkvæmt hreinum tekjum þeirra er rússneski olíurisinn Gazprom efstur á blaði en tekjur Gazprom námu 24 milljörðum kr. í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×