Viðskipti erlent

Andstaða við evruna eykst í Danmörku

Andstaðan við að taka upp evruna hefur aukist á meðal Dana í efnahagskreppunni sem riðið hefur yfir að undanförnu. Áratugur er nú liðinn síðan Danir felldu aðild að myntbandalagi ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu og í nýrri könnun Jótlandspóstsins hefur andstaðan aukist. rúm 48 prósent aðspurðra segjast ekki vilja skipta á dönsku krónunni og evru en 45 prósent vilja það. Fyrir ári síðan sögðu 46 prósent nei, en árið 2003 töldu andstæðingarnir aðeins um 30 prósent landsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×