Viðskipti erlent

Champs Élysées orðin dýrasta verslunargata heimsins

Hin þekkta breiðgata í París, Champs Élysées, orðin dýrasta verslunargata heimsins og hefur náð þeim titli af Fifth Avenue í New York.

Þetta kemur fram í nýjum lista yfir dýrustu verslunargötur heimsins sem gefinn er út árlega af fasteignaráðgjöfunum Colliers International.

Viðmiðið sem Colliers styðst við er árlegt leiguverð á fermetra fyrir búðapláss við þekktustu verslunargöturnar. Samkvæmt listanum er fermetraverðið á Champs Élysées nú að meðaltali rúmlega 1,7 milljón kr. Verðið á Fifth Avenue er hinsvegar tæplega 100.000 kr. ódýrara.

Búðareigandi sem leigir út 1.000 fm verslunarpláss á Champs Élysées þarf með öðrum orðum að punga út rúmlega 1,7 milljarði kr. í leigukostnað á hverju ári.

Af öðrum verslunargötunum sem komast á topp tíu lista Colliers má nefna Russell Street í Hong Kong, Bond Street í London, Via Monte Naoleone í Mílanó, Pitt Street Mall í Sidney og Bahnhofstrasse í Zürich.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×