Örlög tilboðs Actavis í Ratiopharm ráðast í vikunni 16. febrúar 2010 08:33 Það ræðst í þessari viku hvort Actavis fái að setjast að samningaborði með tilboð sitt í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt frétt um málið á Reuters verða tilboðsgjafarnir skornir niður í einn eða tvo sem fá að taka þátt í samningum um kaupin.Eins og fram hefur komið í fréttum berjast þrír aðilar um að fá að kaupa Ratiopharm og hafa lagt fram tilboð í fyrirtækið. Fyrir utan Actavis eru þetta bandaríski lyfjarisinn Pfizer og Teva sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Actavis nýtur fjárhagslegs stuðnings frá sænska fjárfestingarsjóðnum EQT sem er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar. Félagið hefur þar að auki ráðið fyrrum forstjóra Ratiopharm sem ráðgjafa sinn við fyrirhuguð kaup.Samkvæmt Reuters er mögulegt að gengið verði frá kaupunum á Ratiopharm í næsta mánuði. Fyrirtækið er í eigu Merckle fjölskyldunnar þýsku og er salan liður í áformum fjölskyldunnar að létta á skuldum sínum.Reiknað er með að kaupverðið á Ratiopharm nemi um 3 milljörðum evra og yrðu kaupin þau stærstu, hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, frá því að Teva keypti Barr í Bandaríkjunum á 7,5 milljarða dollara árið 2008. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Það ræðst í þessari viku hvort Actavis fái að setjast að samningaborði með tilboð sitt í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt frétt um málið á Reuters verða tilboðsgjafarnir skornir niður í einn eða tvo sem fá að taka þátt í samningum um kaupin.Eins og fram hefur komið í fréttum berjast þrír aðilar um að fá að kaupa Ratiopharm og hafa lagt fram tilboð í fyrirtækið. Fyrir utan Actavis eru þetta bandaríski lyfjarisinn Pfizer og Teva sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Actavis nýtur fjárhagslegs stuðnings frá sænska fjárfestingarsjóðnum EQT sem er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar. Félagið hefur þar að auki ráðið fyrrum forstjóra Ratiopharm sem ráðgjafa sinn við fyrirhuguð kaup.Samkvæmt Reuters er mögulegt að gengið verði frá kaupunum á Ratiopharm í næsta mánuði. Fyrirtækið er í eigu Merckle fjölskyldunnar þýsku og er salan liður í áformum fjölskyldunnar að létta á skuldum sínum.Reiknað er með að kaupverðið á Ratiopharm nemi um 3 milljörðum evra og yrðu kaupin þau stærstu, hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, frá því að Teva keypti Barr í Bandaríkjunum á 7,5 milljarða dollara árið 2008.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira