Viðskipti erlent

Kínverjar í viðræðum um kaup á Elkem

Ríkisrekna kínverska efnagerðin China National BlueStar á nú í viðræðum við Orkla í Noregi um möguleg kaup á Elkem sem m.a. rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group mun styðja við bakið á Kínverjunum.

Þetta kemur fram í frétt á Reuters um málið. Eins og áður hefur komið fram hætti suður-kóreanski stálrisinn Posco nýlega við áform sín um að kaupa Elkem.

Samkvæmt Reuters er rætt um að BlueStar þurfi að greiða um einn milljarð dollara, eða um 112 milljarða kr., fyrir Elkem. Það liggur þó ekki fyrir hvort BlueStar hafi áhuga á að kaupa hluta af Elkem eða félagið í heild sinni.

Hvorki Orkla, Elkem, BlueStar né Blackstone vilja tjá sig um málið að því er segir á Reuters.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×