Viðskipti erlent

Deutsche Bank fjármagnar kaup Actavis á Ratiopharm

Það verður Deutsche Bank sem leggur Actavis til fjármagn til kaupanna á þýska samheitalyfjafyrirtækinu Actavis. Actavis hefur slitið samstarfi sínu við sænska fjárfestingarsjóðinn EQT að því er segir í frétt á Reuters um málið.

Samkvæmt heimildum Reuters gerði Actavis hærra tilboð í Ratiopharm en Teva sem keppir við Actavis um kaupin. Tilboð Actavis hljóðar upp á rétt tæpa 3 milljarða evra eða um 520 milljarðar kr.

Eins og áður hefur komið fram lagði Deutsche Bank blessun sína yfir tilraun Actavis til að kaupa Ratiopharm. Lengi vel stóð til að EQT myndi vinna með Actavis að kaupunum og fjármagna þau en það saamstarf gekk ekki.

Deutsche Bank er stærsti lánadrottinn Actavis en félagið skuldar bankanum rúmlega 4 milljarða evra að talið er. Samkvæmt heimildum Reuters mun Deutsche Bank breyta hluta af skuldinni yfir í eignarhlut í Actavis fari svo að Ratiopharm taki tilboði Actavis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×