Viðskipti erlent

Grikkland biður um fyrsta hlutann af lánapakkanum

Gríska ríkisstjórnin mun í dag fara formlega fram á að fá greiddan fyrsta hlutann, eða 20 milljarða evra, af lánapakka ESB/AGS upp á 110 milljarða evra sem veita á landinu. Þetta er haft eftir heimildarmanni í gríska fjármálaráðuneytinu í frétt á fréttastofunni ritzau um málið.

„Ráðuneytið mun í dag senda formlega beiðni til ESB og AGS og hugsanlega verður þetta fé til reiðu fyrir stjórnvöld síðar í dag," segir heimildarmaðurinn.

Af þessari upphæð eiga 14,5 milljarðar evra að koma frá ESB og 5,5 milljarðar evra frá AGS. Þetta fé á m.a. að nota til að greiða skuld upp á 8,5 milljarða evra sem er á gjalddaga þann 19. maí n.k.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×