Handbolti

Akureyri áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Hólmar Helgason í leik með Akureyri.
Guðmundur Hólmar Helgason í leik með Akureyri. Mynd/Stefán

Akureyri er komið áfram í 8-liða úrslit Eimskipsbikarkeppni karla eftir tíu marka sigur á Aftureldingu í kvöld.

Akureyri vann tíu marka sigur á Aftureldingu, 30-20, og er því enn ósigrað á tímabilinu. Liðið hefur unnið fyrstu sex leiki sína í N1-deild karla.

Jafnræði var með liðunum framan af en Akureyri náði fjögurra marka forystu undir lok fyrri hálfleiks. Staðan þegar honum lauk var 13-9.

Akureyringar stungu svo endanlega af í síðari hálfleik og unnu sem fyrr segir öruggan sigur.

Akureyri - Afturelding 30-20 (13-9)

Mörk Akureyrar: Guðmundur Hólmar Helgason 8, Daníel Einarsson 4, Heimir Örn Árnason 4, Oddur Grétarsson 4, Geir Guðmundsson 3, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Bjarni Fritzson 1, Hlynur Elmar Matthíasson 1, Bergvin Gíslason 1.

Mörk Aftureldingar: Eyþór Vestmann 4, Bjarni Aron Þórðarson 4, Arnar Theódórsson 4, Aron Gylfason 3, Haukur Sigurvinsson 2, Daníel Jónsson 2, Jón Andri Helgason 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×