Viðskipti erlent

Nýr tískurisi: Calvin Klein kaupir Tommy Hilfiger

Tommy Hilfiger er búinn að selja tískufyrirtækið sitt.
Tommy Hilfiger er búinn að selja tískufyrirtækið sitt.

Tískurisinn Calvin Klein er orðinn að stærsta fatafyrirtæki veraldar eftir að eigandi þess, Philip-Van Heusen keypti Tommy Hilfiger fatafyrirtækið. Salan var tilkynnt í dag en Van Heusen greiddi 2,2 milljarða evra fyrir meirihluta í fatafyrirtækinu.

Á meðal tískufyrirtækja sem Van Heusen á eru merkin Van Heusen, Arrow, IZOD og Bass.

Tommy Hilfiger var stofnað árið 1985 og var þá markaðssett sem föt fyrir karlmenn. Síðar fór fyrirtækið að framleiða ilmvötn og kvenna- og barnaföt.

Hlutabréf í fyrirtæki Van Heusen hækkuðu um 9 prósent í dag eftir að salan var tilkynnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×