Viðskipti erlent

Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið

Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið, sem keppir í Formúlu 1, en hagnaður þess minnkaði um 50% í fyrra eftir að liðið missti stuðningssamning við Baug.

Fjallað er um málið í breska blaðinu Evening Standard. Þar segir að hagnaður af rekstri Williams hafi hrapað niður í 4,5 milljónir punda fyrir skatt vegna Baugs.

Fram kemur í fréttinni að Williamsliðið og kappakstursbílar þess hafi borið merki Baugsfélaga, þar á meðal Hamleys og Mappin & Webb. Baugur skuldaði liðinu 10 milljónir punda eða tæplega 1,9 milljarða kr. þegar félagið fór í þrot.

Skilanefnd Glitnis mun hafa lofað Williamsliðinu því að staðið yrði við skuldbindingar Hamleys gagnvart liðinu en það hafði enn ekki gerst um síðustu áramót.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×