Svissnesk yfirvöld vilja forðast íslensk örlög 6. maí 2010 10:17 Eignir UBS og Credit Suisse nema 900 milljörðum dollara hjá hvorum um sig en upphæðin er tvöföld landsframleiðsla landsins. Sviss á eitt sameiginlegt með Íslandi fyrir hrun, bankakerfi sem er margföld landsframleiðsla landsins að stærð. Þetta veldur svissneskum yfirvöldum áhyggjum og leita þau nú leið til að brjóta upp stærstu banka landsins til að forðast íslensk örlög í framtíðinni. Í ítarlegri umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að svissnesk yfirvöld séu komin lengra áleiðis en kollegar þeirra í öðrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum í smíði löggjafar sem tekur á því vandamáli að stærstu bankar landsins eru orðnir of stóri til að mega falla. Löggjöfin sem er til umræðu í Sviss þessa dagana gengur út á að tryggja að tveir stærstu bankar landsins, UBS AG og Credit Suisse dragi úr áhættu sinni og safni lausafé. „Sviss hefur alvarlegasta "of stórir til að falla" vandamálið næst á eftir Íslandi," segir Urs Birchler prófessor við Svissnesku Bankastofnunina við háskólann í Zurich og fyrrum ráðgjafi hjá Seðlabanka Sviss. „Þessi vandi gæti keyrt Sviss af sporinu efnahagsleg og lýðræðislega." Eignir UBS og Credit Suisse nema 900 milljörðum dollara hjá hvorum um sig en upphæðin er tvöföld landsframleiðsla landsins. Svissnesk stjórnvöld gera nú kröfu til beggja þessara banka að þeir hafi tilbúnar áætlanir um að skipta sér upp í smærri einingar fari svo að landinu verði ógnað af því sem gerðist á Íslandi haustið 2008. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sviss á eitt sameiginlegt með Íslandi fyrir hrun, bankakerfi sem er margföld landsframleiðsla landsins að stærð. Þetta veldur svissneskum yfirvöldum áhyggjum og leita þau nú leið til að brjóta upp stærstu banka landsins til að forðast íslensk örlög í framtíðinni. Í ítarlegri umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að svissnesk yfirvöld séu komin lengra áleiðis en kollegar þeirra í öðrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum í smíði löggjafar sem tekur á því vandamáli að stærstu bankar landsins eru orðnir of stóri til að mega falla. Löggjöfin sem er til umræðu í Sviss þessa dagana gengur út á að tryggja að tveir stærstu bankar landsins, UBS AG og Credit Suisse dragi úr áhættu sinni og safni lausafé. „Sviss hefur alvarlegasta "of stórir til að falla" vandamálið næst á eftir Íslandi," segir Urs Birchler prófessor við Svissnesku Bankastofnunina við háskólann í Zurich og fyrrum ráðgjafi hjá Seðlabanka Sviss. „Þessi vandi gæti keyrt Sviss af sporinu efnahagsleg og lýðræðislega." Eignir UBS og Credit Suisse nema 900 milljörðum dollara hjá hvorum um sig en upphæðin er tvöföld landsframleiðsla landsins. Svissnesk stjórnvöld gera nú kröfu til beggja þessara banka að þeir hafi tilbúnar áætlanir um að skipta sér upp í smærri einingar fari svo að landinu verði ógnað af því sem gerðist á Íslandi haustið 2008.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira