Golf

Birgir Leifur er í 9.-12. sæti þegar keppni er hálfnuð á úrtökumótinu á Spáni

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni 2010.
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni 2010. Mynd/Daníel

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG bætti stöðu sína á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi með því að leika á 74 höggum í dag.

Birgir er samtals á pari vallar eftir 36 holur en hann lék á 70 höggum í gær eða -2. Birgir er í 9. -12. sæti af alls 80 kylfingum en um 20 kylfingar komast áfram af þessum keppnisvelli á lokaúrtökumótið.

Íslandsmeistarinn leikur á Arcos Garden vellinum á Spáni þar sem að einn af fjórum riðlum á 2. stigi úrtökumótsins fer fram. Skor keppenda á öðrum hringnum í dag var mun lakara en í gær og er Birgir aðeins fjórum höggum frá efsta sætinu. Frakkinn Christophe Brazillier er efstur á -4. Aðeins þrír kylfingar af alls 80 náðu að leika undir pari vallar í dag á öðrum hringnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×