Viðskipti erlent

Mestu olíulindir í 34 ár fundust við Brasilíu

Yfirvöld í Bfrasilíu hafa tilkynnt um risvaxinn olíulindafund undan ströndum landsins. Meira magn af olíu hefur ekki fundist í heiminum síðan 1976 þegar olía fannst á Cantarell svæðinu í Mexíkóflóa.

Olíulindir þessar fundust á svokölluðu Libra svæði og fyrstu vísbendingar benda til að um 3,7 til 15 milljarðar tunna séu þar til staðar.

Óunnar olíubirgðir Brasilíu nema nú 14 milljörðum tunna þannig að þessi fundur á Libra svæðinu gæti tvöfaldað þá tölu. Það hefði í för með sér að Brasilía kæmist á topp tíu listann yfir olíuframleiðsluríki heimsins.

Libra svæðið liggur í um 230 km fjarlægð undan ströndinni við Rio de Janeiro. Það er fyrir norðan Tupi svæðið sem fannst 2007. Bæði svæðin tilheyra svokölluðu Santos-grunni en talið er að þar sé að finna á milli 30 og 100 milljarða tunna af olíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×