Handbolti

Allar helstu stjörnur Frakka mæta í Laugardalshöllina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkarnir fagna hér Evrópumeistaratitlinum.
Frakkarnir fagna hér Evrópumeistaratitlinum. Mynd/DIENER
Claude Onesta, þjálfari Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í handbolta hefur valið 18 manna hóp fyrir vináttulandsleikina á móti Íslandi í Laugardalhöllinni 16. og 17. apríl.

17 af 18 leikmönnum liðsins voru Evrópumeistarar í Austurríki í febrúar en allir leikmennirnir voru í upphaflegum EM-hóp Frakka.

Frakkar hittast fyrst í París 12. og 13. apríl en fljúga síðan til Íslands 14. apríl. Franska liðið verður í fjóra daga á Íslandi og það má búast við því að frönsku leikmennirnir skelli sér í bæinn eftir seinni leikinn á laugardalskvöldinu.

Leikmannahópur Frakka á móti Íslandi:

Markmenn: Cyril Dumoulin (Chambéry, 4 leikir / 0 mörk), Daouda Karaboué (Montpellier, 103 / 0), Thierry Omeyer (Kiel, 234 / 0)

Vinstri skyttur: Jérôme Fernandez (Ciudad Real, 299/1175), Daniel Narcisse (Kiel, 208/664), Nikola Karabatic (Montpellier, 160/680), William ACCAMBRAY (Montpellier, 4 / 1)

Leikstjórnandi: Guillaume Gille (Hamburg, 279/660)

Hægri skyttur: Xavier Barachet (Chambéry, 13/19), Sebastien Bosquet (Dunkerque, 82/162)

Vinstri hornamenn: Michaël Guigou (Montpellier, 139/506), Sébastien Ostertag (Tremblay, 46/108)

Línumenn: Didier Dinart (Ciudad Real, 326/152), Bertrand Gille (Hamburg, 227/700), Cédric Sorhaindo (Toulouse, 56/103), Grégoire Detrez (Chambéry, 21/29)

Hægri hornamenn: Guillaume Joli (Chambéry, 33/84), Luc Abalo (Ciudad Real, 116/404)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×