Viðskipti erlent

Google opnar nýja bókaverslun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk notar í sífellt meiri mæli rafeindabúnað til að lesa bækur. Mynd/ afp.
Fólk notar í sífellt meiri mæli rafeindabúnað til að lesa bækur. Mynd/ afp.
Google opnaði í dag nýja bókaverslun á netinu í samkeppni við Amazon og fleiri aðila á markaðnum. Nýja vefverslunin heitir Google Editions og eru um þrjár milljónir rafrænna bóka í boði í versluninni. Verslunin er jafnstór Amazon og iBookstore sem Apple fyrirtækið heldur úti. Sífellt fleiri lesa bækur á netinu með hjálp tölva, síma og margvíslegs annars refeindabúnaðar. Talið er að vinsældir slíks lesturs muni aukast enn frekar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×