Handbolti

Ólafur: Var eins og að eiga afmæli

Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar
Mynd/Stefán

Ólafur Stefánsson fagnaði merkilegum áfanga í kvöld þegar hann lék sinn 300. landsleik fyrir Íslands hönd í handbolta. Því miður fyrir hann var leikurinn aldrei nein veisla en stigin komu þó í hús.

"Tímamótin tóku kannski aðeins fókusinn af hjá mér. Ég var aðeins að hugsa um þetta. Þetta var eins og að eiga afmæli. Það hefði verið gaman að klára þetta eftir korter og njóta leiksins en af því varð ekki," sagði Ólafur og glotti en hann brosti þó ekki yfir leik liðsins.

"Vörnin var slök í dag en sóknin gekk ágætlega. Skotin voru þó ekki nógu góð hjá okkur. Við vorum að láta verja frá okkur í dauðafærum sem er augljóslega ekki nógu gott. Þetta var allt saman hálfslappt því miður," sagði Ólafur sem vonast eftir betri leik gegn Austurríki um helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×