Viðskipti erlent

HM bætti fjárhagsstöðu S-Afríku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
HM í knattspyrnu dró fjölmarga erlenda gesti til landsins. Mynd/ AFP.
HM í knattspyrnu dró fjölmarga erlenda gesti til landsins. Mynd/ AFP.
Tekjur Suður-Afríku vegna HM í knattspyrnu sem fram fór þar í landi í sumar leiddu til þess að tekjuhalli ríkissjóðs á öðrum ársfjórðungi hefur ekki verið minni í sex ár. Reuters fréttastofan segir þó að neytendur í landinu hafi haldið að sér höndum því þeir hafi áhyggjur af atvinnuástandi og skuldum.

Hallinn minnkaði úr 4,6% af landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi í 2,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýjum tölum seðlabankans í Suður-Afríku. Sérfræðingar höfðu spáð því að hallinn yrði mun meiri, eða 3,2% af landsframleiðslu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×