Viðskipti erlent

Fyrrum hluthafar fá ekki neitt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ afp.
Mynd/ afp.
Fyrrum hluthafar í breska Northern Rock bankanum, sem var þjóðnýttur í febrúar árið 2008, munu engar bætur fá vegna þess hlutafjár sem glataðist þegar bankinn fór í þrot. Óháður aðili sem var fenginn til að meta starfsemi bankans skilaði skýrslu í gær. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hlutabréf úr bankanum væru verðlaus. Breska ríkið, núverandi eigandi bankans, bæri ekki að greiða hlutabréfaeigendum eitt einasta pund.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×