Viðskipti erlent

Telja að 5 milljónir af iPad gætu selst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
iPad. Mynd/ AFP.
iPad. Mynd/ AFP.
Sérfræðingar á Wall Street lofsama markaðssetningu smátölvunnar IPad. Sumir þeirra telja að 5 milljónir eintaka gætu selst á fyrstu 12 mánuðunum.

Í yfirlýsingu frá Apple, sem framleiðir iPad, kemur fram að fyrirtækið hafi selt meira en 300 þúsund eintök á laugardaginn var. Það var fyrsti dagurinn sem iPad var seldur. Það er í takt við það sem gert hafði verið ráð fyrir fyrirfram en töluvert minna en sérfræðingur hjá Forbes taldi að hefði selst.

Hlutabréf í Apple hafa hækkað um 12 prósent á þessu ári og hafa sjaldan eða aldrei verið hærri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×