Viðskipti erlent

Yfir 1.100 gjaldþrot í Bretlandi á hverjum degi

Yfir 1.100 fyrirtæki urðu gjaldþrota á hverjum virkum degi ársins í Bretlandi í fyrra. Samtals urðu 279.000 fyrirtæki gjaldþrota á árinu og er þetta mesti fjöldi gjaldþrota hjá fyrirtækjum síðan breska hagstofan fór að taka saman tölur um gjaldþrot fyrir áratug síðan.

Í frétt um málið í Daily Mail segir að eitt af hverjum átta fyrirtækjum landsins lagði upp laupana í fyrra. Flest þeirra voru af smærri gerðinni og voru með fjóra til fimm starfsmenn í vinnu að meðaltali. Þetta þýðir að 1,25 milljón Breta misstu vinnu sína í fyrra vegna gjaldþrota.

Það sem verra er að sögn blaðsins er að í fyrsta sinn voru stofnið færri ný fyrirtæki en nam fjölda þeirra sem urðu gjaldþrota. Nýskráningar á fyrirtækjum voru 236.000 talsins í fyrra.

Þá kemur fram að af þeim fyrirtækjum sem voru stofnuð árið 2004 eða síðar voru aðeins tæplega helmingur enn í rekstri í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×