Viðskipti erlent

Um 200.000 sms-skeyti send á hverri sekúndu í heiminum

Í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum símafyrirtækja kemur fram að sendingar á sms eða smáskeytum eru nú 200.000 talsins á hverri sekúndu í heiminum eða ríflega 6 milljarðar á ári.

Hefur fjöldi þessara skeytasendinga þrefaldast á undanförnum þremur árum. Um 5,3 milljarðar manna í heiminum eiga nú farsíma sem þýðir að um 75% af íbúafjölda heimsins hefur aðgang að farsímaþjónustu.

Í iðnaðarríkjunum eru þegar til staðar 116 farsímar á hverja 100 íbúa. Mest er fjölgunin á farsímaeigendum í Kína og og á Indlandi. Þar fjölgaði þeim um 300 milljónir á síðasta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×