Handbolti

Umfjöllun: Hraðaupphlaupin gerðu gæfumuninn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stella Sigurðardóttir átti fínan leik fyrir Fram í kvöld.
Stella Sigurðardóttir átti fínan leik fyrir Fram í kvöld. Mynd/Anton

Framkonur tryggðu sér í kvöld farseðilinn í úrslitaleik Eimskipsbikarsins eftir 20-29 sigur gegn FH í Kaplakrika en staðan var 11-16 í hálfleik.

Jafnræði var með liðunum framan af leik en á lokamínútum fyrri hálfleiks náði Fram að stinga af og munaði þar mestu um auðveld mörk sem gestirnir voru að skora úr hraðaupphlaupum.

FH-konur voru þó ekki af baki dottnar og létu Framkonur hafa vel fyrir sigrinum. Mest náði FH að minnka muninn niður í þrjú mörk í stöðunni 17-20 og 20-23 en lengra komst heimaliðið ekki og sigur Fram því í raun aldrei í mikilli hættu.

Fram er því komið í úrslitaleik bikarsins í fyrsta skiptið í ellefu ár en á sunnudag kemur í ljós hverjir mótherjarnir verða þegar Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik.

Tölfræðin:

FH-Fram 20-29 (11-16)


Mörk FH (skot): Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 9 (17/1), Ingibjörg Pálmadóttir 4 (7), Sigrún Gilsdóttir 3/3 (3/3), Birna Íris Helgadóttir 2 (4), Erla H. Tryggvadóttir 1 (2), Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 1 (4), Gunnur Sveinsdóttir 0 (2), Arnheiður Guðmundsdóttir 0 (2), Berglind Ósk Björgvinsdóttir 0 (2)

Varin skot: Kristina Kvaderine 14 (29/3, 33%)

Hraðaupphlaup: 1 (Ragnhildur Rósa)

Fiskuð víti: 4 (Sigrún 2, Ragnhildur Rósa, Hafdís)

Utan vallar: 10 mínútur

Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8/2 (11/3), Pavla Nevarilova 6 (8), Karen Knútsdóttir 4/1 (6/1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4 (9), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (5), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 1 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (6), Hafdís Hinriksdóttir 0 (1)

Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17/1 (20/3, 46%)

Hraðaupphlaup: 13 (4 Guðrún Þóra, Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna 2, Marthe, Sigurbjörg

Fiskuð víti: 4 (Sigurbjörg 2, Pavla, Arna María)

Utan vallar: 4 mínútur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×