Viðskipti erlent

Óttinn við þjóðargjaldþrot Grikklands aldrei verið meiri

Óttinn við þjóðargjaldþrot Grikklands hefur aldrei verið meiri. Skuldatryggingaálag landsins rauk upp um tæpa 200 punkta í morgun og stendur nú í 1.126 punktum.

Grikkland er þar með komið á toppinn á lista þeirra þjóða sem taldar eru í hvað mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Gagnaveitan CMA sem birtir listann telur nú að líkurnar á þjóðargjaldþroti Grikklands séu 69%.

Greinilegt er að fjárfestar telja 110 milljarða evra björgunarpakkann til Grikklands sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynntu í vor ekki nægilegt til að bjarga landinu frá þroti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×