Viðskipti erlent

Álverðið nokkuð stöðugt í um 2.200 dollurum

Heimsmarkaðsverð á áli hefur haldist nokkuð stöðugt í rúmlega 2.200 dollurum á tonnið allan þennan mánuð. Þetta er töluvert hærra verð en spáð hafði verið að verðið yrði að meðaltali í ár.

Hópur 24 sérfræðinga sem Bloomberg leitaði álits hjá skömmu fyrir áramótin síðustu taldi að álverðið á þessu ári myndi verða 1.885 dollarar á tonnið á markaðinum í London (LME) að meðaltali. Þetta er nokkru lægra en sami hópur spáði s.l. haust þegar hann taldi að verðið yrði í kringum 1.915 dollarar.

Álverðið stóð í rúmum 2.350 dollurum strax eftir áramótin en féll síðan niður undir 2.000 dollara í byrjun febrúar. Síðan sótti það nokkuð í sig veðrið fram til síðustu mánaðarmóta þegar það komst aftur yfir 2.100 dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×