Viðskipti erlent

Aðeins dregur úr atvinnuleysi innan OECD

Aðeins dró úr atvinnuleysi innan OECD landanna milli mánaðanna apríl og maí. Atvinnuleysið innan OECD mældist 8,6% að meðaltali í maí á móti 8,7% mánuðinn áður. Atvinnuleysi á Íslandi er nokkuð undir meðaltalinu en það mældist 8,3% í maí.

Í nýjum tölum sem OECD hefur sent frá sér kemur fram að atvinnuleysið í löndum samtakanna sé enn með því hæsta sem þekkst hefur s.l. 60 ár. Mest er það á Spáni eða 19,9%, í Slóvakíu þar sem það er 14,8% og á Írlandi þar sem það nemur 13,3%.

Minnst er atvinnuleysið í Suður Kóreu eða 3,2%, Ástralíu eða 4% og Hollandi þar sem það nemur 4,3%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×