Auðvelt að hakka Facebooksíður með nýju forriti 26. október 2010 14:18 Með nýju forriti er mjög auðvelt að hakka sig inn á Facebooksíður, Twitter eða Google. Þetta kemur fram í Ekstra Bladet. Um er að ræða forritið Firesheep en hægt er að keyra það á Firefox. Forritið er hægt að nota þegar Facebooknotendur eru á opnu netsvæði með fartölvur sínar, til dæmis kaffihúsum, en forritið sýnir notenda sínum hverjir eru á netsvæðinu. Shehzad Ahmad hjá netöryggisfyrirtækinu DK-Cert segir í samtali við Ekstra Bladet að ef farsíminn þinn er á sama þráðlausa netinu og tölvuþrjótur sem situr og fiskar eftir upplýsingum með Firesheep getur þrjóturinn fengið það sem hann vill án vandræða. „Þú aftur á móti hefur enga möguleika á að vita hver það er á netinu sem er að kíkja yfir öxlina á þér og það er raunveruleg hætta á að þu missir gögnin þín," segir Ahmad. Hingað til hafa 130.000 einstaklingar fengið sér Firesheep með niðurhali en það er bandaríski bloggarinn Eric Butler sem stendur að baki forritinu. Til að komast hjá því að verða hakkaður verður viðkomandi að forðast opin netsvæði eða útvega sér aukaforritið Force-TLS hjá Firefox með niðurhali. Það forrit sér um að viðkomandi sé ávallt með öruggar tengingar á netinu. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Með nýju forriti er mjög auðvelt að hakka sig inn á Facebooksíður, Twitter eða Google. Þetta kemur fram í Ekstra Bladet. Um er að ræða forritið Firesheep en hægt er að keyra það á Firefox. Forritið er hægt að nota þegar Facebooknotendur eru á opnu netsvæði með fartölvur sínar, til dæmis kaffihúsum, en forritið sýnir notenda sínum hverjir eru á netsvæðinu. Shehzad Ahmad hjá netöryggisfyrirtækinu DK-Cert segir í samtali við Ekstra Bladet að ef farsíminn þinn er á sama þráðlausa netinu og tölvuþrjótur sem situr og fiskar eftir upplýsingum með Firesheep getur þrjóturinn fengið það sem hann vill án vandræða. „Þú aftur á móti hefur enga möguleika á að vita hver það er á netinu sem er að kíkja yfir öxlina á þér og það er raunveruleg hætta á að þu missir gögnin þín," segir Ahmad. Hingað til hafa 130.000 einstaklingar fengið sér Firesheep með niðurhali en það er bandaríski bloggarinn Eric Butler sem stendur að baki forritinu. Til að komast hjá því að verða hakkaður verður viðkomandi að forðast opin netsvæði eða útvega sér aukaforritið Force-TLS hjá Firefox með niðurhali. Það forrit sér um að viðkomandi sé ávallt með öruggar tengingar á netinu.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira