Viðskipti erlent

Veislan á Wall Street stöðvuð

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi nýtt frumvarp sem setur verulegar skorður á fjármálastarfsemi banka, fyrirtækja og félaga í Bandaríkjunum. Samþykktin þykir töluverður sigur fyrir Barack Obama bandaríkjaforseta enda málið eitt af stefnumálum hans í síðustu kosningum.

Það sem frumvarpið felur m.a. í sér er að verulegar hömlur eru settar á skuldabréfavafninga og viðskipti með þá en þessir vafningar eru taldir hafa átt stóran hlut í því að fjármálakreppan skall á fyrir þremur árum.

Eftirlitsaðilar með fjármálamarkaðinum í Bandaríkjum fá aukin völd og heimildir til þess að grípa inn í starfsemi fjármálafyrirtækja ef eitthvað er talið að í þeim. Nýrri stofnun verður komið á fót en hún á aðp tryggja réttindi lántakenda.

Þá verða yfirvöldum veittar auknar heimildir til að búta niður banka eða fjármálastofnanir ef að stærð þeirra ógnar fjármálastöðugleika landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×