Viðskipti erlent

Mesta velta í sögu Porsche bílaframleiðandans

Bílar með merkinu Porsche seljast svo vel að bílaframleiðandinn skilaði mestu veltu í sögu sinni á síðasta reikningsári hans sem lauk í lok júlí. Veltan jókst um tæp 18% milli ára og nam tæpum 7,8 milljörðum evra eða um 1.200 milljörðum kr.

Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að sala Porsche bílanna hafi aukist um 8,8% milli ára og nam 81.850 bílum á síðasta reikningsári framleiðandans.

Michael Macht forstjóri Porsche segir að þessar tölur sýni að framleiðandinn hafi náð aftur fyrri styrk sínum í heiminum en megnið af söluaukningunni er í löndum fyrir utan Evrópu og Bandaríkin. Bara í Kína seldust rúmlega 11.700 bílar á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×