Viðskipti erlent

Miklar verðhækkanir á brauði framundan

Hinar miklu verðhækkanir á hveiti undanfarnar vikur mun leiða til þess að matvælaverð hækkar töluvert á seinni hluta ársins.

Fjallað er um málið á CNN Money þar sem birtir eru útreikningar á verðhækkunum á algengum matvælum eins og brauði og pizzum þar sem hveiti er uppistaðan.

Venjulegur franskbrauðshleifur sem kostar nú rúmlega 300 krónur út úr bakaríi eða búð mun hækka um 25% til 30% í verði og kosta nær 400 krónur á seinnihluta ársins. Verð á venjulegri pizzu mun hækka að minnsta kosti um 10%. Algengt verð á pizzu er um 1.400 krónur og hækkar hún því í nær 1.550 krónur. Útreikingar CNN byggja á núverandi verði á hveiti en allir búast við frekari verðhækkunum fram á haustið.

Fyrir utan beinar hækkanir á matvörum sem byggja á hveiti verður um einnig hækkanir á mat- og drykkjarvörum sem byggja á öðrum korntegundum því þær munu einnig hækka í verði. Þannig hafa danskir fjölmiðlar greint frá því að verð á dönsku öli muni hækka í haust vegna verðþróunnar á hveitimörkuðunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×