Viðskipti erlent

Google í stríð við Facebook og Twitter með Buzz

Netrisinn Google ætlar nú í stríð við bæði Facebook og Twitter með Google Buzz sem er einskonar Google-útgáfa af Twitter.

Samkvæmt frétt á business.dk var Google Buzz hleypt af stokkunum í gærdag en með því hafa einstaklingar tækifæri til þess að sýna vinum og vandamönnum stöðu sína (við, frá, upptekinn, á fundum o.sv.fr.) auk þess að sýna myndir og myndbandaupptökur. Buzz er innbyggt í Gmail póstforritið. Í dag mun um 1% Gmail-notenda fá Buzz og afgangurinn fyrir vikulok.

Google Buzz verður þar að auki aðgengilegt í farsímum. Samkvæmt business.dk er Google Buzz stefnt gegn bæði Facebook og Twitter en stjórnendur Google vonast til þess að einstaklingar nýti sér frekar Buzz en hina tvo netmöguleikana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×