EQT missti af lestinni í Pandóru veislunni dönsku 14. október 2010 10:07 Hætt er við að stjórnendur sænska fjárfestingarsjóðsins EQT séu með rauð eyru þessa dagana. Danskir fjölmiðlar hafa rifjað það upp að árið 2008 hafði EQT nær lokið við að kaupa meirihlutann í skartgripaframleiðandanum Pandóru en hættu við á síðustu stundu. Í staðinn seldi EQT alla forvinnu sína við kaupin til fjárfestingarsjóðsins Axcel. Eins og fram hefur komið í fréttum gæti Axcel, og þeir sem fjárfestu í sjóðnum, hagnast um allt að 20 milljarða danskra kr. eða um 400 milljarða kr. á nýlegri markaðsskráningu Pandóru. Þar á meðal er FIH bankinn danski og fyrrum eigendur hans, skilanefnd Kaupþings og Seðlabanki Íslands. Munu íslensku aðilarnir fá allt að 20 milljörðum kr. aukalega út úr sölunni á FIH vegna góðs gengis Pandóru. Þegar stjórn EQT hafði unnið lengi að kaupunum á 60% hlut í Pandóru ákvað hún skyndilega að hætta við kaupin. Þá höfðu endurskoðendur, lögmenn og aðrir sérfræðingar unnið að málinu fyrir hönd EQT. Þessi forvinna var síðan seld sem skýrsla til Axcel fyrir 2 milljónir danskra kr. EQT sjóðurinn, sem er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar, var síðast í fréttum hér á landi á síðasta vetri. Á þeim tíma var EQT nefndur til sögunnar sem samstarfsaðili Actavis við tilraun Actavis að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hætt er við að stjórnendur sænska fjárfestingarsjóðsins EQT séu með rauð eyru þessa dagana. Danskir fjölmiðlar hafa rifjað það upp að árið 2008 hafði EQT nær lokið við að kaupa meirihlutann í skartgripaframleiðandanum Pandóru en hættu við á síðustu stundu. Í staðinn seldi EQT alla forvinnu sína við kaupin til fjárfestingarsjóðsins Axcel. Eins og fram hefur komið í fréttum gæti Axcel, og þeir sem fjárfestu í sjóðnum, hagnast um allt að 20 milljarða danskra kr. eða um 400 milljarða kr. á nýlegri markaðsskráningu Pandóru. Þar á meðal er FIH bankinn danski og fyrrum eigendur hans, skilanefnd Kaupþings og Seðlabanki Íslands. Munu íslensku aðilarnir fá allt að 20 milljörðum kr. aukalega út úr sölunni á FIH vegna góðs gengis Pandóru. Þegar stjórn EQT hafði unnið lengi að kaupunum á 60% hlut í Pandóru ákvað hún skyndilega að hætta við kaupin. Þá höfðu endurskoðendur, lögmenn og aðrir sérfræðingar unnið að málinu fyrir hönd EQT. Þessi forvinna var síðan seld sem skýrsla til Axcel fyrir 2 milljónir danskra kr. EQT sjóðurinn, sem er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar, var síðast í fréttum hér á landi á síðasta vetri. Á þeim tíma var EQT nefndur til sögunnar sem samstarfsaðili Actavis við tilraun Actavis að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira