Viðskipti erlent

Eignarhlutur Straums í Royal Unibrew 2 milljarðar

Straumur hefur selt nokkuð af hlutum sínum í dönsku brugverksmiðjunum Royal Unibrew. Samkvæmt tilkynningu um málið heldur Straumur áfram 4,99% eða tæplega 560.000 hlutum. Markaðsverð á hlut er nú 153 danskar kr. þannig að verðmæti eignar Straums í Royal Unibrew nemur um 2 milljörðum kr.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að fyrir utan Straum sé Lloyds Banking Group einnig ekki lengur stór hluthafi í Royal Unibrew en skilgreining á stórum hluthöfum eru sett við 5% eign eða meiri.

Fram kemur að sala Straums núna séu leifarnar af eign FL Group í bruggverksmiðjunum sem á sínum tíma áttu tæplega 25% hlut í Royal Unibrew. Stoðir halda en á tæplega 6% eignarhlut í bruggverksmiðjunum sem einnig var upphaflega í eigu FL Group.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×