Viðskipti erlent

Wikileaks lokað tímabundið vegna fjárhagsvanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnendur Wikileaks vefjarins heyja harða baráttu þessa dagana til þess að halda vefnum gangandi áfram. Þeir hafa því ákveðið að birta ekki neinar færslur á vefnum til 6. janúar næstkomandi. Eftir því sem fram kemur á forsíðu vefsins munu þeir einbeita sér að því næstu dagana að fjármagna rekstur vefjarins.

Í skilaboðum til lesenda sinna segja stjórnendur vefjarins að með stuðningi almennings hafi þeir uppljóstrað fjöldamörg mál . Á þeim tíma sem vefurinn hafi starfað hafi þeir þurft að fást við 100 hótanir um málsóknir. Vefurinn hafi unnið ýmis verðlaun fyrir starfsemi sína.

Hins vegar þurfi vefurinn að standa skil á ýmsum reikningum sem hverfi ekki að sjálfu sér. Vefurinn geti ekki fjármagnað sig með opinberum styrkjum. Því þurfi vefurinn á stuðningi almennings að halda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×