Viðskipti erlent

Tugþúsundir mótmæltu á Tævan

MYND/AP
Tugþúsundir íbúa á Tævan hafa mótmælt fyrirhuguðu samkomulagi stjórnvalda við Kínverja í dag. Samninginn á að undirrita á þriðjudaginn kemur og lækkar hann tollamúra á milli landanna auk þess sem liðkað verður fyrir fjárfestingum Kínverja á Tævan. Talsmenn samkomulagsins segja að það muni gagnast efnahagslífinu á eyjunni en gagnrýnendur óttast að það sé fyrsta skrefið að yfirráðum Kína á eyjunni.

Tævan og Kína voru aðskilin í kjölfar borgarastyrjaldarinnar í Kína árið 1949 en stjórnvöld í Peking líta enn á eyjunna sem kínverskt yfirráðasvæði. Að sögn lögreglu hafa um þrjátíu þúsuns manns mótmælt samningnum en mótmælendur fullyrða að hundrað þúsund manns hafi streymt út á götur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×