Viðskipti erlent

Álverðið lækkar mikið, komið undir 2.000 dollara á tonnið

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hríðfallið undanfarin mánuð og er nú komið undir 2.000 dollara á tonnið. Verðið m.v. þriggja mánaða framvirka saminga stendur nú í 1,997 dollurum á tonnið. Hefur verðið ekki verið lægra í ár síðan í febrúar.

Heimsmarkaðsverð á áli í ár náði hæst í tæpa 2.500 dollara á tonnið í apríl s.l. Hafði verðið þá ekki verið hærra síðan sumarið 2008. Frá þeim tíma hefur það stöðugt farið lækkandi eins og sést á grafinu hér sem tekið er af vefsíðu LME, eða málmmarkaðarins í London.

Þrátt fyrir þessa lækkun, sem að hluta til má rekja til styrkingar á gengi dollarans, hefur verið ekki náð niður á það sem sérfræðingar töldu að yrði meðalverð ársins í ár.

Hópur 24 sérfræðinga sem Bloomberg leitaði álits hjá skömmu fyrir áramótin síðustu taldi að álverðið á þessu ári myndi verða 1.885 dollarar á tonnið á markaðinum í London (LME) að meðaltali. Þetta er nokkru lægra en sami hópur spáði s.l. haust þegar hann taldi að verðið yrði í kringum 1.915 dollarar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×