Viðskipti erlent

Veruleg aukning hagnaðar hjá House of Fraser

Breska verslunarkeðjan House of Fraser jók verulega hagnað sinn á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukning nemur 22% og nam hagnaðurinn 13 milljónum punda eða um 2,3 milljarða kr.

Skilanefnd Landsbankans heldur utan um rúmlega þriðjungs hlut í House of Fraser en sá hlutur var áður í eigu Baugs.

Samkvæmt frétt um málið á BBC er hin mikla aukning á hagnaði einkum tilkomin vegna aukinnar sölu á eigin vörumerkjum keðjunnar og sölu á netinu. Salan í heild jókst um 5,5% miðað við sama tímabil í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×