Viðskipti erlent

Sjö bankar féllu á prófinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjö bankar innan Evrópusambandsins standast ekki álagspróf. Þá skortir samtals 3,5 milljarða evra.

Álagsprófið var lagt fyrir 91 banka innan Evrópu og var meðal annars metið hvort efnahagsreikningar bankanna myndu standast mögulegt hrun á ríkisskuldabréfum tiltekinna ríkja.

Í frétt Bloomberg kemur fram að unnið sé að því með bönkunum að viðbrögðum við prófinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×