Viðskipti erlent

Dýrasta teppi sögunnar selt á 1,2 milljarða

Ofin teppi frá Kirman sýni að þaðan hafi komið munstur og hönnun sem höfðu áhrif á aðra teppagerðarmenn víða í hinum arabíska heimi.
Ofin teppi frá Kirman sýni að þaðan hafi komið munstur og hönnun sem höfðu áhrif á aðra teppagerðarmenn víða í hinum arabíska heimi.
Sjaldgæft persneskt teppi frá 16. öld var selt á uppboði hjá Christie´s í London í gærdag fyrir rúmlega 6 milljónir punda eða um 1,2 milljarða kr. Teppið er þar með það dýrsta í sögunni en það var slegið að lokið á tuttuguföldu matsverði þess.

Í frétt um málið í Daily Mail segir að fyrra verðmet fyrir teppi hafi verið þegar Isfahan silkiteppi sem talið er frá upphafi 17. aldar seldist á 2,3 milljónir punda í New York árið 2008.

Talsmaður Christie´s segir að teppið sem selt var í gærdag sýni vel gæði handverkamanna í borginni Kirman í Íran fyrr á öldum. Ofin teppi frá þeirri borg sýni að þaðan hafi komið munstur og hönnun sem höfðu áhrif á aðra teppagerðarmenn víða í hinum arabíska heimi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×