Viðskipti erlent

Apple orðið stærra en Microsoft

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steve Jobs er forstóri Apple.
Steve Jobs er forstóri Apple.
Apple fyrirtækið, sem framleiðir iPod og iPhone, er orðið stærra en Microsoft og þar með stærsta tæknifyrirtæki í heiminum.

Hlutabréf í Apple hækkuðu um 1% í gær og var markaðsvirði fyrirtækisins þá komið upp í 222 milljarða bandaríkjadala, sem nemur um 29 þúsund milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði Microsoft nemur hins vegar 219 milljörðum dala.

Apple á samt langt í land með að ná orkufyrirtækinu ExxonMobil, sem er verðmætasta fyrirtæki í heimi. Daily Telegraph segir að verðmæti þess nemi um 282 milljörðum bandaríkjadala eða tæpum 37 þúsund milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×