Viðskipti erlent

Fíkniefnasmyglari skuldaði Eik Bank 10 milljarða

Samkvæmt upplýsingum í viðskiptablaðinu Börsen í dag skuldaði þekktur fíkniefnasmyglari Eik Bank í Danmörku um hálfan milljarð danskra kr. eða um 10 milljarða kr.

Um er að ræða hinn umtalaða viðskiptamann Vagn William Andersen sem áður hét Vagn Bermerskov Jensen. Undir nafninu Vagn Bermerskov Jensen var hann dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi fyrir smygl á 102 kílóum af hassi til Danmerkur fyrir nokkrum árum síðan. Hann skipti þá um nafn og er nú búsettur í London.

Það er hið gjaldþrota fasteignafélag Sydporten Aps. sem skuldar Eik Bank fyrrgreinda upphæð en félagið er aftur alfarið í eigu Vagn William Andersen. Eina eign Sydporten Aps. er skrifstofuhús við Sjálandsbrúnna í Kaupmannahöfn en það stendur tómt.

Fram kemur í frétt Börsen að Andersen hafi ítrekað átt í deilum við Landssamtök leigjanda í Danmörku sem og Verkalýðsfélag málara sem hefur ásakað Andersen um að hafa notað ólöglega austurevrópska verkmenn við endurbyggingar á fasteignum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×