Viðskipti erlent

Rifjasteikurkreppa fyrir jólin framundan í Noregi

Almenningur í Noregi hefur mokað í sig rifjasteik sem aldrei fyrr í nóvembermánuði. Þessi mikla neysla hefur leitt til þess að rifjasteikurkreppa er framundan í landinu en rifjasteik er ein af hefðbundnum jólamáltíðum Norðmanna.

Ástæðan fyrir þessum skorti á rifjasteik í Noregi fyrir jólin er illvígt verðstríð sem geysað hefur meðal stórmarkaða landsins allan nóvembermánuð þar sem rifjasteik hefur hríðlækkað í verði. Raunar var verð hennar orðið svo lágt um tíma að Norðmenn voru farnir að kaupa steikina í hundamat. Verðið fór lægst í undir 300 kr. fyrir kílóið.

Talið er að Norðmenn þurfi að flytja inn fleiri hundruð tonn af rifjasteik til að anna eftirspurninni fyrir jólin. Innflutta steikin kemur að mestu frá Dönum, Svíum og Finnum. Norsk yfirvöld hafa ákveðið að lækka tolla á þessum innflutningi fram til 23. desember, að því er segir í hæfilega kaldhæðinni frétt um málið á business.dk.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×