Viðskipti erlent

Sumir sjá tækifæri í fallinu

Fjárfestar eru varkárir um þessar mundir og þarf lítið til að þeir kippi að sér höndum, segir breskur sérfræðingur.	Fréttablaðið/AP
Fjárfestar eru varkárir um þessar mundir og þarf lítið til að þeir kippi að sér höndum, segir breskur sérfræðingur. Fréttablaðið/AP

Helstu hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Asíu og Evrópu leituðu upp á við í gær. Netútgáfa Börsen segir fjárfesta hafa séð tækifæri í hagstæðu gengi eftir verðfall síðustu daga.

Hagtölur í Bandaríkjunum, sérstaklega 40 prósenta vöxtur framleiðslu og aukin eftirspurn, gáfu góð fyrirheit, að sögn AP-fréttastofunnar. Engu að síður sigu vísitölur vestra síðdegis líkt og undanfarna sjö viðskiptadaga. Dow Jones-vísitalan endaði í 9.974 stigum.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×