Viðskipti erlent

Warren Buffett til varnar Moody´s

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett, sem er stærsti hluthafinn í matsfyrirtækinu Moody´s, kom fyrirtækinu til varnar í yfirheyrslum fyrir bandarískri þingnefnd í gærkvöldi.

Buffett segir að Moody´s hafi ekki gert meiri mistök en aðrir markaðsaðilar í Bandaríkjunum í aðdragenda fjármálakreppunnar árið 2008. Þarna hafi verið í gangi mesta bóla sem Buffett hefur séð á ævi sinni og að afar fáir hafi séð vandamálið fyrirfram. Slíkt sé eðli bólu af þessari stærðargráðu.

Frá því að þingnefndin hóf að rannsaka starfsaðferðir Moody´s í tengslum við einkunnargjöf fyrirtækisins á skuldavafningum tengdum við svokölluð undirmálslán á fasteignamarkaðinum vestan hafs hafa hlutir í fyrirtækinu lækkað um 20% á Wall Street.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×