Þrjátíu milljarða evra neyðarlán 12. apríl 2010 00:01 Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. Að sögn Olli Rehn, efnahags- og fjármálastjóra ESB, er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn einnig tilbúinn til að lána Grikkjum um tíu milljarða evra. Til þess að fá lánin þurfa Grikkir að sækja formlega um þau, sem þeir eiga enn eftir að gera. Ráðamenn hjá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum munu hittast í dag til að ræða frekar um lánafyrirkomulagið. Stutt er síðan alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfiseinkunnir Grikklands niður í lægsta flokk með neikvæðum horfum. Stjórnvöld á Grikklandi hafa síðustu vikur unnið að undirbúningi skuldabréfaútboðs til að afla 11,6 milljarða evra, jafnvirði um tvö þúsund milljarða króna, fyrir maílok til að standa við skuldbindingar hins opinbera. Erfiðleikar í grísku efnahagslífi valda því að fjárfestar krefjast nú tvöfalt hærri ávöxtunar á bréfin en Þjóðverjar greiða fyrir þýsk ríkisskuldabréf um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, að ekki megi útiloka að sækja verði um alþjóðlega neyðaraðstoð. - jab Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. Að sögn Olli Rehn, efnahags- og fjármálastjóra ESB, er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn einnig tilbúinn til að lána Grikkjum um tíu milljarða evra. Til þess að fá lánin þurfa Grikkir að sækja formlega um þau, sem þeir eiga enn eftir að gera. Ráðamenn hjá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum munu hittast í dag til að ræða frekar um lánafyrirkomulagið. Stutt er síðan alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfiseinkunnir Grikklands niður í lægsta flokk með neikvæðum horfum. Stjórnvöld á Grikklandi hafa síðustu vikur unnið að undirbúningi skuldabréfaútboðs til að afla 11,6 milljarða evra, jafnvirði um tvö þúsund milljarða króna, fyrir maílok til að standa við skuldbindingar hins opinbera. Erfiðleikar í grísku efnahagslífi valda því að fjárfestar krefjast nú tvöfalt hærri ávöxtunar á bréfin en Þjóðverjar greiða fyrir þýsk ríkisskuldabréf um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, að ekki megi útiloka að sækja verði um alþjóðlega neyðaraðstoð. - jab
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira