Viðskipti erlent

Hætta á danskri bjórkreppu um helgina

Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Jens Bekke fjölmiðlafulltrúa Carlsberg fyrir Norður-Evrópu að sökum þessa verkfalls nú hafi nýjar bjórbirgðir ekki verið keyrðar út til vesturhluta Danmerkur.
Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Jens Bekke fjölmiðlafulltrúa Carlsberg fyrir Norður-Evrópu að sökum þessa verkfalls nú hafi nýjar bjórbirgðir ekki verið keyrðar út til vesturhluta Danmerkur.

Starfsmenn í stærstu brigðastöð Carlsberg bruggverksmiðjanna í Danmörku er í verkfalli að nýju eftir tvo daga að störfum. Sökum þess er hætta á að bjórþyrstir Danir í hluta af landinu fái ekki uppáhalds sopann sinn um helgina.

Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Jens Bekke fjölmiðlafulltrúa Carlsberg fyrir Norður-Evrópu að sökum þessa verkfalls nú hafi nýjar bjórbirgðir ekki verið keyrðar út til vesturhluta Danmerkur. Hinsvegar sé búið að keyra út 14 daga birgðir til annarra landshluta.

Starfsmenn birgðastöðvarinnar hafa átt í langvinnri vinnudeilu við Carlsberg. Þeir hafa farið í verkfall áður og endurtóku leikinn í dag. Um er að ræða 500 starfsmenn í stöðinni sem staðsett er í Fredericia en þaðan er bjórinn keyrður út um alla Danmörku.

Deilan er kominn í hnút eftir að Carlsberg neitaði að hækka laun starfsmannana um svo mikið sem eina krónu, danska. Stjórn Carlsberg vill ekki halda samningaviðræðum áfram fyrr en starfsmennirnir hefja vinnu að nýju. Því hafa starfsmennirnir hafnað í dag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×