Viðskipti erlent

Næsta andlit Iceland verður venjulegur Breti

Kerry Katona fyrrum andlit Iceland. Hún var rekin úr hlutverkinu eftir kókaín hneyksli.
Kerry Katona fyrrum andlit Iceland. Hún var rekin úr hlutverkinu eftir kókaín hneyksli.

Verslunarkeðjan Iceland í Bretlandi hefur hleypt af stokkunum samkeppni meðal bresks almennings um að finna næsta andlit keðjunnar. Hingað til hefur Iceland sótt þetta andlit til þekktra Breta en nú á að breyta um stefnu.

Áður hafa persónur á borð við Kerry Katona, Christopher Biggins, Coleen Nolan og Jason Donovan verið í hlutverkinu „andlit Iceland". Þetta hefur falist í því að viðkomandi hefur komið fram í auglýsingum Iceland og verið fulltrúi keðjunnar við ýmsar uppákomur.

Á næstunni verða haldnar prufur víða um Bretland til að finna hið rétta andlit. Þeim mun Coleen Nolan, núverandi andlit Iceland, stjórna en hún lætur af hlutverki sínu í næstu viku.

Samkvæmt frásögn í Guardian mun Iceland fagna 40 ára afmæli sínu á þessu ári. Keðjan er sem kunnugt er að 40% í eigu skilanefndar Landsbankans og hefur verið kölluð gullkú þrotabús bankans.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×