Viðskipti erlent

Heimsþingi smávöruverslunar frestað fram á haust

Í frétt um málið á RetailWeek segir að þinginu hafi verið frestað fram í október.
Í frétt um málið á RetailWeek segir að þinginu hafi verið frestað fram í október.

Heimsþingi smávöruverslunar (The World Retail Congress) hefur verið frestað fram á haustið. Þingið átti að vera í Berlín í þessari viku en vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli hefur því verið frestað.

Það er breska félagið Emap sem staðið hefur fyrir þessum heimsþingum undanfarin ár en þúsundir gesta hafa heimsótt þau árlega til að ræða málefni smásöluverslunnar í heiminum og kynnast nýjungum í þeim rekstri.

Í frétt um málið á RetailWeek segir að þinginu hafi verið frestað fram í október. Legið hafi ljóst fyrir í morgun að meirihluti fulltrúa myndi ekki komast til Berlínar í tæka tíð þessa viku sökum þeirrar gífurlegu röskunnar sem askan úr Eyjafjallajökli hefur valdið á flugumferð til og frá Evrópu síðustu daga.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×