Viðskipti erlent

Tívolí ætlar að reka spilavíti við Ráðhústorgið

Danski skemmtigarðurinn Tívolí mun koma sér upp spilavíti og verður það staðsett í H.C. Andersen höllinni við Ráðhústorgið í miðborg Kaupmannahafnar.

Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Lars Liebst forstjóra Tívolí að spilavítinu sé ætlað að draga að fleiri erlenda ferðamenn inn í skemmtigarðinn. Tívolí geti þá í framtíðinni vegið upp tapið í rússíbönunum með hagnaðinum frá rúllettuborðunum.

Danska dómsmálaráðuneytið samþykkti í febrúar að gefa út fjögur ný leyfi fyrir spilavítum, tvö í landi og tvö á sjó. Tívolí hefur fengið annað landleyfið og reiknar með að opna sitt spilavíti árið 2012. Sem stendur er H.C. Andersen höllin notuð undir fundahöld og sýningar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×